Síðasti pantanadagur 19.desember - FRÍ heimsending á pöntunum yfir 20.000.-
3.100 kr
Ímyndaðu þér hvernig það er að hafa ofurkrafta. Að geta flogið, lyft húsum, séð í gegnum veggi og skotið geislum úr augunum. Að geta farið í lautarferð á tunglinu. Að geta rænt banka á einni sekúndu. Að geta bjargað heiminum. Ímyndaðu þér hvernig það er. Og ímyndaðu þér að það eina sem þú þurfir að gera til að öðlast þessa krafta …
… sé að éta skít.
Súperkúkur er fimmta bókin í Endaflokki Hugleiks Dagssonar þar sem hann túlkar mismunandi heimsendi í hverri bók með hjálp klárustu teiknara landsins.
Mjúkspjalda.
72 síður.